Þessi síða er áhugaverð, kíkið á hana:
Heimspekivefur Háskóla Íslands
posted by Freysier at 10:37 f.h.
Ráðgátan um breyskleika
Skoða VII. bók, kafla 1 og 2, og skýringar í fyrra bindi á bls. 170 og áfram.
Margir telja ómögulegt að sá maður sé breyskur sem hefur þekkingu (Sókrates). Skýring Sókratesar gengur ljóslega í berhögg við það sem virðist vera raunin.
Maður sem breytir breysklega telur greinilega
ekki að hann eigi að breyta þannig áður en kenndin kviknar.
Staðreyndir málsins eru til merkis um að breyskleiki sé raunverulegt en ekki ímyndað vandamál. Breyskleiki brýst fram í breytni sem byggir á hvöt og gerandinn veit illsku þess sem hann gerir; hann breytir vitandi vits gegn betri vitund.
Breytir breyskur maður vitandi vits? Aristóteles greiðir úr flækjunni á fernan hátt.
1. Hinn breyski getur breytt ranglega þótt viti hvað sé rétt, munurinn felst í því að hafa þekkingu en beita henni ekki og hafa þekkingu og beita henni. Breyskleikinn kemur til af því að maður breytir gegn sofandi þekkingu sinni.
2. Rökgreining: rökhenda um breytni. Tvær forsendur: annars vegar almennur gildisdómur og hins vegar yrðingu um einhvern einstakan hlut. Niðurstaðan stýrir síðan breytni mannsins. Þó að breytandinn þekki báðar forsendur getur verið að hann beiti aðeins almennu aðalforsendunni en ekki aukaforsendunni. Þekking hans á aukaforsendunni kann að vera sofandi.
3. Breyskur maður býr yfir þekkingu sem liggur fjarri virkilegri þekkingu. Þetta er þekking manns sem er eins og sofandi, drukkinn, brjálaður. Fjær virkilegri þekkingu sinni því fyrst verður hann að vakna og síðan öðlast virkilega þekkingu. Aristóteles tvískiptir sem sagt þekkingu sem sálarástandi eftir því hvort hún er fjær eða nær því að verða virkileg þekking.
4. Mistök. Sterkari aukaforsendur. Hvatir. Löngun stýrir manninum frá fyrri aðalforsendunni. Maðurinn fellur í freistni.
Aðalatriðið er hér að breyskleiki felst ekki í eiginlegri vanþekkingu heldur mistökum.
posted by Freysier at 4:36 e.h.